hvílík gleði að farið skuli vera að rigna. Nú verður gróðurinn glaður, bændurnir, ormarnir og þeir sem eru með ofnæmi fyrir stungum flugna. Og ég líka. Sérstaklega í ljósi þess að þegar rignir er himininn þyngri á litinn, og birtan ekki eins skær og það er gott fyrir gardínulausa húsið mitt. Sérstaklega þegar maður þarf að sofa án gardína. Prufaði svefngleraugu í gærkvöldi. Fyrst rosa fyndið að sjá bara svona niður á við, en það hjálpaði mér alveg að sofna, bjóst við að vakna með þau á mér og soldið eins og í bíómyndunum en nei nei, þá voru þau bara komin út á gólf og ég hafði samt sofið eins og steinn. jamm. Gleði í hjarta.
Fór í kvöldkaffi í gærkvöld út í Garð. Það var gaman og gott. Sótti síðan kæra á flugvöllinn og hvílík bílastæðaringulreið. Hvað er skammtími? Komnir miðar og læti eins og í bílastæðahúsunum. Maður getur valið um að fá miðann, geyma hann og borga síðan inni í vél, eða með kreditkorti. Það gerði ég. Síðan bara ein greiðsluvél, og auðvitað massaröð í hana. Allir að borga. Næst vel ég hinn kostinn. Í stað þess að taka miðann, stingur maður kreditkortinu inn í dæmið hjá stönginni, og aftur á leiðinni út, engin röð, ekkert stress um að tína miðanum. En hver borgar hundraðkall með kreditkorti? Flókið líf.
Lét tvær umferðir nægja á stofuna. Sveppastofuna sem er orðin glöð yfir að hafa fengið nýjan lit. Ofninn fékk líka tvær umferðir af málningu, og það var ansi leiðigjarnt að potast með pensli inn á milli. Fékk góð ráð eftir á að spreyja hann bara, sem verður gert næst.
Í dag er yndislegur mánudagur og vinnuvika framundan. Það þýðir að hvert kvöld verð ég í húsinu, en helgin býður upp á gleði og félagslíf. Það verður gaman. Lifið heil
mánudagur, 6. júní 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli