þriðjudagur, 21. júní 2005

bækurnar

The books - lost and safe er í spilaranum. 2 menn. Fullt af hljóðum. Einn eyddi ótalmiklum tíma fyrir framan sjónvarpið og tók upp endalaust af dóti úr imbanum. Ekki það að hann noti þau endilega öll, en skemmtilegt fyrir áhugafólk um sjónvarp og hljóð. Meira hljóð samt. Skemmtileg plata.

Bókin - greið leið til annarra hnatta - varð á vegi mínum á þjóðhátíðardeginum þegar ungur maður frá Munchen vatt sér upp að mér og bauð mér bókina. Gegn smá donation... og bókin átti alveg að koma til mín.

Gripið verður niður í bls. 31: ,, Dýrsleg siðmenning sem felst í því að borða, sofa, óttast og seðja skynnautnirnar hefur afvegaleitt nútíma mann til að gleyma hversu máttuga sál hann hefur. Eins og við höfum þegar lýst er sálin andlegur neisti sem er mörgum, mörgum sinnum uppljómaðri, meira skínandi og máttugri en sólin, máninn eða rafmagnið. Mannlífið fer til spillis þegar manninum er ekki ljóst hin sanna samkennd hans við sálina."

Njótið lengsta dags ársins.

Engin ummæli: