í dag brýt ég reglur.
Hringi mig inn veika í vinnu án þess að vera veik.
Syng lög þó ég sé ekki söngkona.
Ok. hér koma ástæðurnar, sem eru nú ærnar.
Mamma mín kæra á afmæli í dag. 58. Í tilefni þess er ég búin að vera ásamt vinum hennar og fjölskyldu á Jómfrúnni, etandi Smörrebröd, hvítvín og snafs, hlustandi á brasilískan djass í rigningunni. Þar einmitt spilaði brósi undurvel. Og það ætla ég líka að gera í kvöld, n.t. eftir klukkan átta þegar ég stíg á stokk með röddina mína, sem er ekki í neinni þjálfun, né ég í því að koma fram. Í gærkvöldi söng ég í fyrsta skipti í míkrófón. Svona alvöru. Það gekk vel. Á hljómsveitaræfingunni fyrir útskrift Bigga í Breiðholtinu. Þetta verður massa veisla úti í garðtjöldum og læti. Ég hlakka til og held ég eigi eftir einmitt að massa þetta. Kannski verð ég bara Anna Katrín í Ædolinu... í stígvélum. Náttúrulega til að brjóta fleiri reglur um klæðaburð í veislum og til þess að blotna ekki í fæturnar, nema sé búið að parketleggja garðinn og raunar gæti ég alveg trúað honum til þess. Vúhú
laugardagur, 25. júní 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli