þriðjudagur, 7. júní 2005

lægðin

bubbu bubbi. Aftur í kvöld. Tónleikar. Rosa dæmi. Soldið fyndið. Stjörnustælar. Nuddari og alles. Kannski áhrif úr boxinu. En áhorfendur dýrka hann. Búið að spila lög hans fram og tilbaka á rás2. Átti áhugavert samtal við umbann um kannabisefni. Merkilegt hvað ég lendi í forvitnilegum samræðum í vinnunni. Ég fíla það. Vegna tónleikanna kom ég seint heim í gær og svaf fram á hádegi. Vaknaði að vísu um morguninn og jógaðist. Það var gott.

Einhverra hluta vegna er ég sannfærð um það að lægðin sem liggur yfir landinu hafi áhrif á atgervi mitt. T.d. var ég með seyðing í hausnum frá sunnudagskvöldi fram á mánudagskvöld. Og ég fæ mjög mjög sjaldan hausverk. Vei þér hausverkur og komdu ekki aftur.

Í lestri: fékk safnið kvenspæjarastofa nr.1 hjá mömmu. Byrjuð á fyrstu bókinni. Þægileg aflestrar. No comment yet.
Í hlustun: manuva roots og the bhundu boys.
Eigið hljóðlátan og rólegan dag í lægðinni.

p.s. veit ekki rass hvort það sé lægð í alvörunni, minnir það bara að þegar veðrið er svona skítalegt að þá sé lægð.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ Anna Katrin! hvað segirdu gott? ég skemmti mér vel herna i Noregi. það er svo grænt og fallegt. ég vinn á bondabær núna og það er mikið að gera. Lifið er æðislegt!

AnnaKatrin sagði...

Gaman að heyra elsku Ragnhild. Hér er allt að verða grænt og fallegt, eða kannski er allt bara orðið grænt og fallegt en ég tek ekki svo mikið eftir því verandi í borginni. En ætla að heilsa upp á náttúruna í sumarfríinu. Tek undir með þér að lífið sé æðislegt. Bið að heilsa dýrunum.