miðvikudagur, 15. júní 2005
myglaður banani
óspennandi dagar hjá mér, enda hef ég verið frá klukkan átta til tuttuguogfjögur við vinnu. Í morgun ætlaði ég aðeins að fara upp á þak, því þar er svo ljúft að fá sér kaffibolla í morgunsólinni. Brá mér heldur en ekki í brún þegar gomma af fólki stóð uppi á þaki með hendurnar uppréttar, útglenntar í átt til sólarinnar. Þá var það bara qi gong fólkið á ferð. Þokkalega næs að gera æfingarnar þarna og safna orku og anda næringarríkri öndun. Fékk smá fyrirlestur í kjölfarið... sem var góður. Dagurinn var góður. Fiskbúðingurinn í mötuneytinu ekki vinsæll. Gríman á morgun, eruð þið ekki búin að kjósa? he he. Glöð í hjarta kveð ég með gommu af nýjum gardínum. Og þokkalega frí á föstudaginn. Þokka þokkalega. lega.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli