mánudagur, 27. júní 2005

ich bin ein berliner oder barbamama

Mystery
You are Barbamama. You spend most of your time
alone, developing your subtle talents. No one
really knows you.


Which Barbapapa Personality Are You?
brought to you by Quizilla
veislan var ein sú besta sem ég hef farið í í langan tíma. Þrátt fyrir dolla dropa úr himninum sem hætti að koma þegar allir fóru að dansa, gamlir, ungir og bara allir saman. Það var sko stemning í lagi. Var ekkert sérstaklega fölsk og gekk bara vel, nema það að ég hefði nú mátt syngja aðeins hærra, en ég hélt sko að míkrófónn væri til að magna upp röddina þannig að maður þyrfti ekki að öskra og þreyta röddina. Leyndu hæfileikarnir alltaf að koma meira og meira í ljós eins og einmitt stóð í stjörnuspánni. Get ekki ímyndað mér betri dag, en þennan því þetta er síðasti vinnudagurinn minn þangað til 8. ágúst. Jibbí jú. hú. Kominn barna stóll í bílinn. Því á fimmtudaginn eignumst við 3 berlínarbúa, þ.á.m. 1 stykki 1 árs gamlan Carl (= 12 - 13 kíló). Það verður gaman og þá verður íslensk náttúra skoðuð og hennar notið. Barnarúm frá systur minni verður fengið að láni. Barnalán, barnavesen. Ætli komi rosa kúkafýla með bleyjunum? Eða nota 1 árs börn ekki bleyjur? Grenja 1 árs börn mikið? Eru mikil læti í þeim? Þetta er sko spennó maður og verður pottþétt gott að hitta þau og chilla feitt... því ég er að fara í sumarfrí ví.

Engin ummæli: