hæfileiki minn til að kasta tölu á fjölda fólks er ekki góður. En fjöldinn í miðbæ borgarinnar í gær var verulegur. Um klukkan 23 skundaði ég í lýðveldisteiti í Bankastrætinu, sem er ekki í frásögur færandi fyrir utan það að á þeim stutta spotta sem ferðin var mætti ég fjöldanum öllum af ungu fólki, oft ansi drukknu. Þetta unga fólk var líklega flest undir áfengiskaupaaldri. Sem leiðir mig að því, að ef áfengiskaupaaldurinn væri lækkaður, segjum í 18 ár, og fólk eins og foreldrar færu skynsamlega með áfengi heima við í návígi barna sinna, væri ekki eins spennandi að vera blindfullur 15 ára unglingur niðri í bæ á 17.júní. Bara smá pæling. En auðvitað eru alltaf sauðir alls staðar og málið er líklega flóknara en sú mynd sem ég henti upp hér að ofan.
Eftir að hafa farið í leiki í lýðveldispartýinu var skundað í dýragarðinn sirkús. Sem kemur ekki á óvart þar sem þangað fer ég oft. Mannlífið þar inni er mjög forvitnilegt svo ekki sé meira sagt. Nú hefur barinn sett upp prentaðar reglur sem kveða m.a. á um að barinn áskilur sér þann rétt að hleypa fastagestum inn á undan öðrum. Semsagt að fara fram fyrir röðina. En hvað er fastagestur? Er það sá sem kemur þarna oft og eyðir fúlgum á barnum? Er það sá sem er þekktur í skemmtanalífi borgarinnar? Er það sá sem hefur birst á síðum dagblaðanna? Hmm. Ég er farin að hallast á það að það sé ekkert að því að fara á undan inn og að maður geti verið túlkaður sem fastagestur ef maður fer á barinn a.m.k. 3svar sinnum í viku. Þá er ég ekkert endilega að meina að maður þurfi alltaf að drekka stíft. En ef margir kunningja og vina sækja staðinn er ekkert skrítið að þetta verði svolítið hangout pleis. Jæja. Síðan eru það augnagotur fólksins sem stendur í röðinni til þeirra sem vilja fá að komast inn á undan. Fólk kannski búið að hanga í 20/40 mínútur í röð og alltaf fá aðrir að fara inn á undan. Hvurs lags réttlæti er það? Hvers á maður að gjalda fyrir það að vilja fara á barinn og kannski fá sér einn drykk í góðu tómi með góðu fólki og jafnvel skemmtilegri tónlist? Flókna líf...
Á leiðinni heim komum við við á Arnarhóli til að horfa á hettumávana fríka út yfir öllu ruslinu sem var dreift út um allan hól. Hettumávarnir voru margir. Það var gaman að horfa á þá. Enn var eldur í einhverju drasli á göngustígnum, og gotharar voru sjálfviljugir að hreinsa upp ruslið, með því að hrúga því saman í hrúgur. Það var gaman að sjá fólk taka þátt í að gera borgina hreinni. En kannski ekkert skrítið að ruslið hafi verið svona mikið, enda gífurlegur fjöldi fólks sem hafði streymt í gegnum borgina. Hvað verður um allar helíum-blöðrurnar sem fólk missir tökin á og þær svífa upp?
Soldið fyndið að það hafi liðið yfir 5 í bænum í gær. Meikar fólk ekki hitann? Var það ekki búið að borða nóg? Voru búningar lúðrasveitarmeðlimsins og lögreglunnar of þröngir?
Innflutningsteiti í kvöld upp í breiðholt í einbýlishús, station-bíll og hundur á leiðinni. Alveg fullorðins. Góðar stundir.
laugardagur, 18. júní 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli