nýttlíf að byrja hérnamegin enda að fara í svitabað á morgun með fyndnu fólki í frosti.
þessi vika heitir verkefnavika. Samkvæmt stundaskrá h.í. Að sjálfsögðu er ég búin að skrá hvað verður tekið fyrir á hverjum degi. En þó ekki eins analt og stundaskrá, heldur bara viðfangsefni. T.d. rita ég ritgerð í þrjá daga og aðra í tvo. Það að rita ritgerð þýðir líka að lesa. Það er gaman. Hef komist að því að undir nýaldartónlist les ég vel. Var einmitt í nýaldarviðtali í dag. Viðtali um viðhorf til miðla, nýaldardót og hugmyndir o.s.frv. Mjög gaman.
Kveðjustund. kveðjur til alls góða fólksins sem býr í Berlín. Eins og um stundarsakir þekki ég bara slatta af fólki þar. Þess vegna verður gaman 22.des þegar ég flýg á vit ævintýranna án jóla jóla jólasýrunnar.
Var búin að hugsa með mér að minnast ekki neitt á jólin á þessum vettvangi. Þeirri hugsun verður hérmeð leyft að líða hjá, eins og skýi.
Ferskleiki, nýstárni, nýstárlegheit, áramótaheit allskonar á þessum vettvangi.
Færslu lokið kl.00:07
(en mér fannst einmitt rafmagnsvekjaraklukkan hans pabba alltaf rosa töff þegar hún sýndi núll núll núll sjö)
mánudagur, 7. nóvember 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
er það svitabað í kjós? bið að heilsa sveitinni minni ef það er svo...
já það var sko rosa gott svitabað í kjós. Og auðvitað bað ég að heilsa sveitinni þinni frá þér... ohh hvað þetta var undurljúft og soldið erfitt.
Skrifa ummæli