er búin að hlusta alltof mikið á fréttir.
Evrópusamstarfið í upplausn. Almenningur Hollands vill fá að taka meiri þátt í sköpun stjórnarskrárinnar. Hvað er að gerast? Verður Evrópa bara eitt stórt svæði, sem fólkið flæðir um? Verður ríkisborgararéttur fólks evrópskur? Ekki það að ég telji að einkenni ákveðinna staða hverfi. En það þarf að gera þetta vel ef það skal verða og ég er ánægð yfir því að Hollendingar vilji fá að taka meiri þátt. Síðan eru peningar alltaf með í spilinu. Hvað borgar hver þjóð mikið til að fá að vera með? Er löndum mismunað?
Varð að slökkva á viðtækinu þar sem ég meika ekki íþróttafréttir aftur og aftur.
Ástæðan fyrir ýktri hlustun minni á fréttir er sú að hér hefur verið málað. Alltaf best að hlusta á útvarpið á meðan, sérstaklega þegar engar eru græjurnar. Í útvarpinu eru sagðar fréttir. Mjög oft.
4 gluggar
3 loft
1 stofa
Nú er bara að bíða og sjá hvort sveppastofan þarfnist 3ju umferðar á morgun. Ég vona samt ekki, en mig grunar að grunnurinn í litnum (ljósbrúnn, gamaldags skv. mömmu) sé glær og því auðveldara fyrir gamla bláa að sjást í gegn heldur en ef grunnurinn væri hvítur. Meikar sens. Hver blandar lit í glæran grunn?
Bróðir góður sakaði mig um að hagræða sannleikanum hér í vefheimum. Þess vegna segi ég við yður (hver er fleirtalan af yður? yður eða hvað?): ,,efist alltaf"
Góða nótt.
fimmtudagur, 2. júní 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
haha þú ert snillingur...maður þarf að passa sig á fréttunum..en takk fyrir að fylgjast með...hlakka til að sjá þig þegar það gerist..
Skrifa ummæli