Myndirnar fara hægt inn í tölvuna mína þar sem hún er alltaf að gera eitthvað annað. Kaldur vindur í kvöld og ég sá glitta í Norðurljósin.
þriðjudagur, 30. september 2008
fimmtudagur, 11. september 2008
kúkínögl
Að bera hönd sína að andlitinu og finna gamla kúkafýlu úr pínulitlu kúkakorni fast undir einni nöglinni getur orðið leiðigjarnt dag eftir dag.
þriðjudagur, 9. september 2008
Daycare
Fyrsti í yoga í gær, fyrsti í dagmömmu í dag.
Ég tók einn sundsprett á meðan pían var ein í fyrsta skipti (stefnt er á 12 - 17 í framtíðinni). Aðskilnaðarstefnan, brjóstagjafaminnkun, öðruvísi frelsi fyrir móður og dóttur, gleði, grátur og gaumur.
Saftað í koníakflöskur. Galdrað á meðan hrært var í. Heppin að eiga mömmu sem kennir manni svonalagað. Spurning um að fiffa garðinn fyrir veturinn?
Ég tók einn sundsprett á meðan pían var ein í fyrsta skipti (stefnt er á 12 - 17 í framtíðinni). Aðskilnaðarstefnan, brjóstagjafaminnkun, öðruvísi frelsi fyrir móður og dóttur, gleði, grátur og gaumur.
Saftað í koníakflöskur. Galdrað á meðan hrært var í. Heppin að eiga mömmu sem kennir manni svonalagað. Spurning um að fiffa garðinn fyrir veturinn?
miðvikudagur, 3. september 2008
Svipmyndir úr smábæ
Hádegismaturinn var yfirleitt aðalmáltíð Madame Adeleine Blanc. Með henni fögnuðum við 93 ára afmæli hennar með ís og köku. Annars borðuðum við oft hádegismat með Adeleine ömmu Sophie Lavoie og Manon Lavoie, vinkvenna okkar. Hádegismaturinn var líflegur og oft rifist hátt og hvellt yfir saltmagni, edikmagni í salatdressingu, hvort morðinginn væri kominn aftur í götuna, hvort hann hefði tekið saman við yngri konuna á meðan hann sat inni, hvers vegna stólarnir fúna, nú eða hvort smábörn megi borða sykur, baguette og banana. Það var gaman. Adeleine elskar Scrabble og eftir hádegismatinn, áður en Siestan hófst spilaði hún oft við Sophie og Manon. Adeleine átti það til að svindla svolítið í spilinu.
Í öll þau ár sem Adeleine var gift Henri Blanc sem dó í fyrra sá hún um fjármálin og heimilið. Henni tókst að halda vel á spilunum og á nú enn íbúð í Marseille auk hússins sem hún býr í í Ribiers. Engin króna fór framhjá henni eða þar til Henri birtist einn daginn með umslag handa henni fullt af peningum. Hún spurði engra spurninga og enn veit enginn hvaðan peningarnir komu.
Adeleine var fyrst til að segja mér að Frakkar hefðu unnið Íslendinga í handboltanum hér á dögunum, en ég vissi ekki af leiknum. Hnén eru farin að láta segja til sín, en Adeleine fer oft á tíðum í styttri gönguferðir, sest á bekkinn fyrir ofan þorpið og horfir á fjöllinn með lokuð augun. Hnén eru þó ekki það slæm að hún rýkur upp úr eldhússtólnum og ætlar að æða út við heitar umræður þegar hún er gagnrýnd. Enn litar hún hárið á sér ljóst þó það sé orðið hvítt og notar stafinn sinn til þess að slá fíkjunum sem eru í vegi hennar á götunni.
Yngri kynslóðin átti líka sínar sögur. Einn af kunningjum okkar talaði opinskátt um reynslu sína af vændiskonum og ætlaði að hætta að hitta þær 15. september. Sá hinn sami hafði gefið út bók, en aldrei komst ég að því um hvað hún fjallaði. Önnur reddaði 9 manna gulum bíl (með stýrinu vinstra megin) til þess að koma okkur á tónleika. Eplauppskeran var að byrja og farandverkamaðurinn sá eina möguleikann á skemmtun á kvöldin að ríða. Hundur bareigandans dó. Faðir hins bareigandans (21) keypti barinn handa honum, vann sjálfur í eitt ár á barnum verandi í ársleyfi frá vinnunni sinni áður en hann tók son sinn úr skóla þá 16 ára til þess að sjá um barinn.
Skemmtun okkar, litlu fjölskyldunnar fólst í því að vera saman í nýju umhverfi. Við fórum reglulega í sund, bæði í gilið og í sundlaugina. Nokkrar ferðir á barinn á hverjum degi var algengt enda tókum við þá meðvituð ákvörðun um að kaupa ekki kaffivél, þar sem það var engin í hesthúsinu, heldur fara frekar á barinn og hitta fólk. Það gekk vel, enda bærinn lítill og vinalegur. Jazzkvöldið og kvöldið þegar cover-hljómsveitin spilaði á torginu hjálpaði okkur líka til við að kynnast stemmningunni.
Aix-en-Provence var heimsótt, enda hittumst við kæri þar fyrst og ekki hægt að sleppa því. Sú borg hefur mikið breyst á 11 árum. Ég verð samt að taka til greina þann möguleika að ég hafi breyst. Mér fannst þó sama lyktin vera til staðar. Heit borgar-matar-sólar-hellu-lykt. Einn daginn röltum við í garðinn (Parc Jourdan) í Aix til þess að slappa af og njóta blíðunnar. Ég vildi gefa brjóst í skugga og fann lausan bekk við hliðina á unglingahóp. Yfirleitt hef ég gaman af því að vera í návígi við ólíka hópa þjóðfélagsins og kippti mér ekkert upp við það þó þau reyktu hass og ærsluðust. Það var þegar einn strákanna tók upp hníf (týpan þegar blaðið þýtur upp þegar maður ýtir á takka að ég held) að mér stóð ekki á sama og við tókum saman föggur okkar til að færa okkur um set og klára brjóstagjöfina á öðrum sólríkari bekk.
Marseille var jafn hávær, rykug og skítug og mig minnti, en yndislega lifandi og litrík. Þar kynntumst við Béatrice og Eric sem vinna hjá félagsþjónustunni í Marseille. Já, best að taka það fram að allir þeir Frakkar sem við kynntumst púuðu á Sarkozy. Skv. Béa og Eric er ástandið ömurlegt í Marseille þegar kemur að minnihlutahópum. Fátækt hefur aukist til muna en Béa vinnur við að hlúa að börnum innflytjenda sem búa við erfiðar aðstæður, skoða aðstæður þeirra, fara með þau í réttarsal o.þ.h. og Eric vinnur með fólki sem er í vændi (80% kvenna og 20% karla). Í Marseille var Alex spurður hvar hægt væri að kaupa sterkt dóp og þjónninn á litla tapasbarnum kallaði einn viðskiptavininn (kvk) hóru eftir að henni fannst reikningurinn eitthvað hár.
Þess utan var líf okkar þriggja rólegt og notalegt og ég er þakklát fyrir að hafa átt svona góðan tíma. Sophie Magdalena varð veik í fyrsta skipti og við fórum á sjúkrahúsið í næsta bæ (þar sem ekkert er í Ribiers) og fengum jafn góða þjónustu og er sýnd í myndinni Sicko. Sophie jafnaði sig fljótt án lyfja (Roseole var nafnið á pestinni). Það var líka gott að fá að upplifa það að það er ekkert mál að ferðast með ungabarn. Við komumst meira að segja fram fyrir röðina í Louvre vegna þess að við vorum með kerru! Í fyrsta sinn fórum við skötuhjú í Louvre höllina til að berja listina augum. Nutum nokkurra daga í París á leiðinni heim og fórum fótgangandi út um allt auk þess að taka Batobus (Signu-strætó). Í París heimsóttum við líka Moskuna og Notre Dame dómkirkjuna (í fyrsta sinn) og vorum yfirhöfuð mjög staðfastir ferðalangar. Nú er bara að detta inn í íslenska raunveruleikann. Spennandi sjómennska á sólríkum dögum.
Í öll þau ár sem Adeleine var gift Henri Blanc sem dó í fyrra sá hún um fjármálin og heimilið. Henni tókst að halda vel á spilunum og á nú enn íbúð í Marseille auk hússins sem hún býr í í Ribiers. Engin króna fór framhjá henni eða þar til Henri birtist einn daginn með umslag handa henni fullt af peningum. Hún spurði engra spurninga og enn veit enginn hvaðan peningarnir komu.
Adeleine var fyrst til að segja mér að Frakkar hefðu unnið Íslendinga í handboltanum hér á dögunum, en ég vissi ekki af leiknum. Hnén eru farin að láta segja til sín, en Adeleine fer oft á tíðum í styttri gönguferðir, sest á bekkinn fyrir ofan þorpið og horfir á fjöllinn með lokuð augun. Hnén eru þó ekki það slæm að hún rýkur upp úr eldhússtólnum og ætlar að æða út við heitar umræður þegar hún er gagnrýnd. Enn litar hún hárið á sér ljóst þó það sé orðið hvítt og notar stafinn sinn til þess að slá fíkjunum sem eru í vegi hennar á götunni.
Yngri kynslóðin átti líka sínar sögur. Einn af kunningjum okkar talaði opinskátt um reynslu sína af vændiskonum og ætlaði að hætta að hitta þær 15. september. Sá hinn sami hafði gefið út bók, en aldrei komst ég að því um hvað hún fjallaði. Önnur reddaði 9 manna gulum bíl (með stýrinu vinstra megin) til þess að koma okkur á tónleika. Eplauppskeran var að byrja og farandverkamaðurinn sá eina möguleikann á skemmtun á kvöldin að ríða. Hundur bareigandans dó. Faðir hins bareigandans (21) keypti barinn handa honum, vann sjálfur í eitt ár á barnum verandi í ársleyfi frá vinnunni sinni áður en hann tók son sinn úr skóla þá 16 ára til þess að sjá um barinn.
Skemmtun okkar, litlu fjölskyldunnar fólst í því að vera saman í nýju umhverfi. Við fórum reglulega í sund, bæði í gilið og í sundlaugina. Nokkrar ferðir á barinn á hverjum degi var algengt enda tókum við þá meðvituð ákvörðun um að kaupa ekki kaffivél, þar sem það var engin í hesthúsinu, heldur fara frekar á barinn og hitta fólk. Það gekk vel, enda bærinn lítill og vinalegur. Jazzkvöldið og kvöldið þegar cover-hljómsveitin spilaði á torginu hjálpaði okkur líka til við að kynnast stemmningunni.
Aix-en-Provence var heimsótt, enda hittumst við kæri þar fyrst og ekki hægt að sleppa því. Sú borg hefur mikið breyst á 11 árum. Ég verð samt að taka til greina þann möguleika að ég hafi breyst. Mér fannst þó sama lyktin vera til staðar. Heit borgar-matar-sólar-hellu-lykt. Einn daginn röltum við í garðinn (Parc Jourdan) í Aix til þess að slappa af og njóta blíðunnar. Ég vildi gefa brjóst í skugga og fann lausan bekk við hliðina á unglingahóp. Yfirleitt hef ég gaman af því að vera í návígi við ólíka hópa þjóðfélagsins og kippti mér ekkert upp við það þó þau reyktu hass og ærsluðust. Það var þegar einn strákanna tók upp hníf (týpan þegar blaðið þýtur upp þegar maður ýtir á takka að ég held) að mér stóð ekki á sama og við tókum saman föggur okkar til að færa okkur um set og klára brjóstagjöfina á öðrum sólríkari bekk.
Marseille var jafn hávær, rykug og skítug og mig minnti, en yndislega lifandi og litrík. Þar kynntumst við Béatrice og Eric sem vinna hjá félagsþjónustunni í Marseille. Já, best að taka það fram að allir þeir Frakkar sem við kynntumst púuðu á Sarkozy. Skv. Béa og Eric er ástandið ömurlegt í Marseille þegar kemur að minnihlutahópum. Fátækt hefur aukist til muna en Béa vinnur við að hlúa að börnum innflytjenda sem búa við erfiðar aðstæður, skoða aðstæður þeirra, fara með þau í réttarsal o.þ.h. og Eric vinnur með fólki sem er í vændi (80% kvenna og 20% karla). Í Marseille var Alex spurður hvar hægt væri að kaupa sterkt dóp og þjónninn á litla tapasbarnum kallaði einn viðskiptavininn (kvk) hóru eftir að henni fannst reikningurinn eitthvað hár.
Þess utan var líf okkar þriggja rólegt og notalegt og ég er þakklát fyrir að hafa átt svona góðan tíma. Sophie Magdalena varð veik í fyrsta skipti og við fórum á sjúkrahúsið í næsta bæ (þar sem ekkert er í Ribiers) og fengum jafn góða þjónustu og er sýnd í myndinni Sicko. Sophie jafnaði sig fljótt án lyfja (Roseole var nafnið á pestinni). Það var líka gott að fá að upplifa það að það er ekkert mál að ferðast með ungabarn. Við komumst meira að segja fram fyrir röðina í Louvre vegna þess að við vorum með kerru! Í fyrsta sinn fórum við skötuhjú í Louvre höllina til að berja listina augum. Nutum nokkurra daga í París á leiðinni heim og fórum fótgangandi út um allt auk þess að taka Batobus (Signu-strætó). Í París heimsóttum við líka Moskuna og Notre Dame dómkirkjuna (í fyrsta sinn) og vorum yfirhöfuð mjög staðfastir ferðalangar. Nú er bara að detta inn í íslenska raunveruleikann. Spennandi sjómennska á sólríkum dögum.
þriðjudagur, 2. september 2008
Svipmyndir úr smábæ
Komin heim. Sjávarlyktin mætti mér úti á svölum og grassprettan í garðinum með ólíkindum í þennan eina mánuð sem leið.
Lífið í Ribiers var svalt. Það var kaldara inni í húsinu okkar, sem var einmitt hesthús ljósmóðurinnar í sveitinni. Þegar konurnar á bæjunum í kring uppi í fjöllum voru komnar að því að eiga hengdu þær hvítt lak út. Húsin í götunni voru byggð á 17. öld. Gatan var aðeins breiðari en einn faðmur á minn eigin mælikvarða. Lítill Fiat gat bakkað upp hluta af henni þegar mennirnir frá Marokkó og Túnis voru að fara að laga baðherbergið hjá sér. Þeir voru nágrannar okkar og færðu okkur 11 nýtíndar perur á fati daginn áður en við fórum.
Madame Thérese Martin bjó á neðri hæðinni beint á móti. Sonur hennar og kona hans, ásamt dótturinni búa á efri hæðinni. Maður Madame Martin dvaldi nokkuð lengi á spítala á meðan dvöl okkar stóð og því náðum við ekki að hittast. Á hverju kvöldi fyrir háttinn mátti heyra Madame Martin ganga heim segjandi bænir upphátt. Hún heimsækir Maríu Meyjar styttuna sem er rétt við bæjarfótinn á hverju kvöldi.
Í Ribiers búa um 600 manns. Að sjálfsögðu er heilsast með kossum, 3 í Ribiers en annars staðar geta þeir verið 1 eða 2. Eftir að maður er búinn að kynnast einhverjum eða hitta einhvern í 1 skipti. Þá er það bókað að maður kyssist í næsta skipti þegar maður hittist og oft þegar maður kveður. Þessi siður gerir það að verkum að maður fær að nota lyktarskynið og snertiskynið á annan hátt en ella. Til dæmis var ein alltaf með of mikið af ilmvatni þannig að það sat í vitum mínum eftir að við heilsuðumst. Það pirraði mig mikið. Kannski líka af því að mér líkaði ekki lyktin. Orðrómurinn segir að þessi tiltekna kona sé alki. Ein var kölluð garðkonan því hún stal dóti úr görðum. Þar sem Ömmudóttir Madame Martin bjó til armband handa Sophie Magdalenu, með kuðung á. Á milli barna tíðkast að kyssa bara einu sinni í Ribiers.
Í Seinni Heimsstyrjöldinni var pabbi Madame Martin skotinn til bana á torgi Ribiers, eina stóra torginu, miðjunni sjálfri, Place de la Fontaine. Hann var skotinn af meðlimum Frakka, La Resistance. Enda hafði hann verið að leka upplýsingum til óvinarins. Enginn þorði að taka líkið svo dögum skipti. Þarna var Madame Martin um 10 ára gömul og í dag er sagt að hún sé mjög skrítin. Er það skrítið?
Að tala frönsku kom fljótt. Kannski af því að maður stökk bara út í djúpu enda engar grunnar laugar þarna á slóðum þó bærinn standi uppi í fjöllum með nóg af fersku góðu fjallavatni. Draumar mínir voru æsispennandi á meðan dvölinni stóð.
Myndir og meira seinna.
Lífið í Ribiers var svalt. Það var kaldara inni í húsinu okkar, sem var einmitt hesthús ljósmóðurinnar í sveitinni. Þegar konurnar á bæjunum í kring uppi í fjöllum voru komnar að því að eiga hengdu þær hvítt lak út. Húsin í götunni voru byggð á 17. öld. Gatan var aðeins breiðari en einn faðmur á minn eigin mælikvarða. Lítill Fiat gat bakkað upp hluta af henni þegar mennirnir frá Marokkó og Túnis voru að fara að laga baðherbergið hjá sér. Þeir voru nágrannar okkar og færðu okkur 11 nýtíndar perur á fati daginn áður en við fórum.
Madame Thérese Martin bjó á neðri hæðinni beint á móti. Sonur hennar og kona hans, ásamt dótturinni búa á efri hæðinni. Maður Madame Martin dvaldi nokkuð lengi á spítala á meðan dvöl okkar stóð og því náðum við ekki að hittast. Á hverju kvöldi fyrir háttinn mátti heyra Madame Martin ganga heim segjandi bænir upphátt. Hún heimsækir Maríu Meyjar styttuna sem er rétt við bæjarfótinn á hverju kvöldi.
Í Ribiers búa um 600 manns. Að sjálfsögðu er heilsast með kossum, 3 í Ribiers en annars staðar geta þeir verið 1 eða 2. Eftir að maður er búinn að kynnast einhverjum eða hitta einhvern í 1 skipti. Þá er það bókað að maður kyssist í næsta skipti þegar maður hittist og oft þegar maður kveður. Þessi siður gerir það að verkum að maður fær að nota lyktarskynið og snertiskynið á annan hátt en ella. Til dæmis var ein alltaf með of mikið af ilmvatni þannig að það sat í vitum mínum eftir að við heilsuðumst. Það pirraði mig mikið. Kannski líka af því að mér líkaði ekki lyktin. Orðrómurinn segir að þessi tiltekna kona sé alki. Ein var kölluð garðkonan því hún stal dóti úr görðum. Þar sem Ömmudóttir Madame Martin bjó til armband handa Sophie Magdalenu, með kuðung á. Á milli barna tíðkast að kyssa bara einu sinni í Ribiers.
Í Seinni Heimsstyrjöldinni var pabbi Madame Martin skotinn til bana á torgi Ribiers, eina stóra torginu, miðjunni sjálfri, Place de la Fontaine. Hann var skotinn af meðlimum Frakka, La Resistance. Enda hafði hann verið að leka upplýsingum til óvinarins. Enginn þorði að taka líkið svo dögum skipti. Þarna var Madame Martin um 10 ára gömul og í dag er sagt að hún sé mjög skrítin. Er það skrítið?
Að tala frönsku kom fljótt. Kannski af því að maður stökk bara út í djúpu enda engar grunnar laugar þarna á slóðum þó bærinn standi uppi í fjöllum með nóg af fersku góðu fjallavatni. Draumar mínir voru æsispennandi á meðan dvölinni stóð.
Myndir og meira seinna.
þriðjudagur, 29. júlí 2008
sumar myndir
Hér að ofan má m.a. sjá gosbrunninn í lystigarðinum á Akureyri, borðað undir berum, Ísafjarðardjúp, róðrakeppni í sundlaug og állömb úr holu.
Annars allt gott og andlegur undirbúningur fyrir ferðalag til France er hafinn. Yngsti meðlimurinn búinn að fá passa, ég búin að finna orðabókina og er að æfa mig í að dreyma á frönsku. Au revoir et á bientót.
miðvikudagur, 16. júlí 2008
laugardagur, 5. júlí 2008
Dularfalla taskan
Hér var dinglað á dyrabjöllunni um klukkan 06:00 í morgun. Það er svosem ekki nýlunda, en í morgun þegar ég fór á fætur og niður að ná í blöðin lá svartur bakpoki á tröppunum utandyra. Um hann skeytti ég engu enda er ég helgaráskrifandi að Mogganum og fæ því enn meira að kjamsa á um helgar. Síðmorguns var bakpokinn kominn yfir götuna við horn hússins og girðingarinnar á móti. Mogginn og hin runnu niður með kaffinu og fyrr en varði var mér litið út um gluggann til þess eins að uppgötva bakpokann kominn í tröppurnar sem eru eilítið niðurgrafnar hér á móti. Seinnipartinn var farið í garðinn auk þess sem ég náði að vinna að skrifum við eldhúsborðið. Nú, þegar ró er komin yfir börnin 2 og 3 fullorðna sá ég 2 framhaldsskólapilta vera að vasast við húsið á móti, kíkja yfir grindverið og yppa öxlum og með vindinum heyrði ég þá segja að þeim þótti skrítið að pokinn væri ekki lengur á sínum stað. Hvað ætli hafi verið í bakpokanum?
föstudagur, 4. júlí 2008
mánudagur, 30. júní 2008
Ættarmót, sumó og útskriftarveisla út í sveit að baki. Verst að þurfa að koma strax í bæinn aftur. Það er svo gott að vera í kyrrðinni og liggja úti í móa. Meiri sveit framundan. En næst á dagskrá er að skrifa meira Airwaves, fagna júlímánuði, fara í sund og taka á móti föðursysturinni og barni hennar frá Kanadia í eina viku. Það verður fjör hjá fjölskyldunni.
Annars bara allt alveg meinhægt og gott.
Annars bara allt alveg meinhægt og gott.
þriðjudagur, 17. júní 2008
hæbbý jri
Á 72 ára afmælisdegi pabba í dag fórum við í bíltúr í Hveragerði. Apinn í búrinu segir nýja brandara, páfagaukar í búri og bananatréð. Lýsisflaskan á 700 krónur. Allt eins og það á að vera, ísbjörninn skotinn... Nýr bíll fyrir nýju öxlina hans sem dugar í 20 ár í viðbót ef hann heldur uppteknum hætti. Á myndinni má sjá bæði auk fatlans sem fylgir. Til hamingju elsku pabbi. Sá hluta úr ræði forsetisráðherra í sjónvarpinu þar sem skiltin í bakgrunninum fönguðu athylgi mína: Ríkisstjórnin brýtur mannréttindi. Vér mótmælum allir. Það kom mér pínu á óvart að letur skiltanna hefði ekki verið máð af með nútíma kvikmyndatækni. Líklega er háttvirtur forsetisráðherra og Ríkissjónvarpið sammála. Nú hljómar tónlist úr miðbænum, greina má hiphop, popp og gamaldags. Óhollur bræðingur á meðan ég stóð út á svölunum og kíkti yfir húsin á hafið. hæ hó og jibbýjei
laugardagur, 14. júní 2008
bongóhlátur
Það fer ekki framhjá mér að sumarið er komið.
Það er gott og blessað og sólarvörnina verður að taka í gagnið.
Djass á Jómfrúnni og djass á hverfisgötunni í mjög metnaðarfullri garðveislu með heimasmíðuðu mini-golfi, búningsklefa fyrir 8 manna plastsundlaugina, sundlaugarpallur, bar með bárujárni á þakinu og barborð og stólar. Þá má ekki gleyma, skreytingunum og sundbúningaleigunni þar sem heimasaumuð gyllt sundföt voru einkennismerki og buxurnar voru með ásaumuðum píkuhárum í ýmsum litum, krulluðum úr hollenskum hárstofum fólks víðsvegar frá Afríku. Til að kóróna þetta allt var grillað hvalkjöt í sesam olíu með sósum og kartöflum í boði á barnum. Sannkallað listaverk, enda gjörningameistararnir listamenn. Eru allir listamenn?
Ég upplifði það að vera skapandi í yoga-tímanum í morgun. Skapandi í gegnum líkama minn og huga í því andartaki sem var hverju sinni með hjálp flæðisins í yogastöðunum. Mjög gaman, fullnægjandi og sveitt. Síðan hjólaði ég heim og gaf brjóst. Mér finnst ég soldið mikið í því þessa dagana og eiginlega er það búið að vera bæði hið ljúfa og hið erfiða í 5 mánuði. Ekki samt eins og fyrst, heldur einhvern veginn er brjóstagjöfin orðin markvissari ef svo má að orði komast. Ég upplifi brjóstagjöf ekki sem eitthvað sem gerist á náttúrulegan hátt án æfingar, heldur er hún lært ferli beggja aðila sem getur gengið misvel og misilla. Hver gjöf tekur skemmri tíma núna, mjólkurþeginn veit hvað hún vill og hvað hún fær, forvitin um umhverfið, farin að snúa sér kröftuglega af baki á maga. Vantar að komast aftur tilbaka eins og er, en annars bara vanalega í stuði. Mér þykir vænt um að það er stutt í hláturinn. Ég hef miklar mætur á hlátri.
Ég óska Garðbúum til hamingju með 100 ára afmælið og vona að forsetinn hafi aldrei þurft að vera einn í heimsókninni. Mér finnst við hæfi að enda á þessari kveðju: Gleðilegt sumar.
Það er gott og blessað og sólarvörnina verður að taka í gagnið.
Djass á Jómfrúnni og djass á hverfisgötunni í mjög metnaðarfullri garðveislu með heimasmíðuðu mini-golfi, búningsklefa fyrir 8 manna plastsundlaugina, sundlaugarpallur, bar með bárujárni á þakinu og barborð og stólar. Þá má ekki gleyma, skreytingunum og sundbúningaleigunni þar sem heimasaumuð gyllt sundföt voru einkennismerki og buxurnar voru með ásaumuðum píkuhárum í ýmsum litum, krulluðum úr hollenskum hárstofum fólks víðsvegar frá Afríku. Til að kóróna þetta allt var grillað hvalkjöt í sesam olíu með sósum og kartöflum í boði á barnum. Sannkallað listaverk, enda gjörningameistararnir listamenn. Eru allir listamenn?
Ég upplifði það að vera skapandi í yoga-tímanum í morgun. Skapandi í gegnum líkama minn og huga í því andartaki sem var hverju sinni með hjálp flæðisins í yogastöðunum. Mjög gaman, fullnægjandi og sveitt. Síðan hjólaði ég heim og gaf brjóst. Mér finnst ég soldið mikið í því þessa dagana og eiginlega er það búið að vera bæði hið ljúfa og hið erfiða í 5 mánuði. Ekki samt eins og fyrst, heldur einhvern veginn er brjóstagjöfin orðin markvissari ef svo má að orði komast. Ég upplifi brjóstagjöf ekki sem eitthvað sem gerist á náttúrulegan hátt án æfingar, heldur er hún lært ferli beggja aðila sem getur gengið misvel og misilla. Hver gjöf tekur skemmri tíma núna, mjólkurþeginn veit hvað hún vill og hvað hún fær, forvitin um umhverfið, farin að snúa sér kröftuglega af baki á maga. Vantar að komast aftur tilbaka eins og er, en annars bara vanalega í stuði. Mér þykir vænt um að það er stutt í hláturinn. Ég hef miklar mætur á hlátri.
Ég óska Garðbúum til hamingju með 100 ára afmælið og vona að forsetinn hafi aldrei þurft að vera einn í heimsókninni. Mér finnst við hæfi að enda á þessari kveðju: Gleðilegt sumar.
miðvikudagur, 4. júní 2008
Aðgerðir
Þá er The Red Thunder komin á sjúkrahús. Hún æsti sig eitthvað á Strandgötunni í Hafnarfirði þegar ég var að litast um hvar hægt væri að beygja og keyrði aftan á jeppa. Til allrar hamingju meiddist enginn annar en hún og jeppinn. Einungis ég og önnur kona vorum í bílunum. Vinstra framhornið, ljós og bæði innra og ytra bretti í maski, hurðin óopnanleg og nokkrar beyglur. Lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins kom fyrstur á vettvang úr Firðinum þar sem unglingar höfðu verið að safnast saman og hugsaði vel um okkur. Tryggingarfélagið keyrði mig heim eftir að ökumennirnir höfðu gefið rafræna skýrslu í þjónustubílnum. Það er víst svo mikið að gera hjá löggunni að hún er í minna mæli að sinna svona atburðum ef ekki þarf að kalla til sjúkrabíls. Ég fékk pínu sjokk í magann sem leið hjá seinna um kvöldið. Satt best að segja fékk ég tár í augun og þakklætið streymdi fram í huga mér fyrir það að ekki fór verr. Nú jæja, lexíurnar sem myndgerðust þarna voru t.d. þær að flýta sér hægt, horfa á veginn og umferðina fyrir framan og þakka fyrir kaskó. Og fara með blóm og konfekt á sjúkrahúsið.
Aðgerðir á þakinu hafa gengið vel og koma vonandi í veg fyrir leka á loftinu í hvassri suðvestanátt. Þakið glansandi fínt en svalirnar fengu sinn skerf af grænu þakmálningunni. Spurningin er hvort það sé charmant að hafa sletturnar eða ekki. Ilmur terpentínunnar er að gera út af við mig í svona miklu magni auk þess sem vírbursti dugar skammt. Vanalega finnst mér þó terpentína á olíumálunarpensli afar seiðandi.
Spenningur fyrir sumrinu og helgarplön af ýmsu tagi láta kræla á sér. Brúðkaup, ættarmót, sumó, heimsókn frá Kanadia, útskriftarveisla og svo veit maður aldrei nema litli bærinn Ribiers í Suður-Frakklandi fái að njóta nærveru okkar í ágúst. Það er í spilunum þó óákveðin enn, hús í boði og frábært fólk. Best að fara að skoða flugmöguleika og æfa frönskuna. Mais oui, bien sur. Las nýlega í The Economist um hvernig ritmál frönskunnar er að breytast með tilkomu rafrænna samskiptamáta, þannig er t.d. á morgun eða demain orðið að 2m1. Semsagt, sams konar áhyggjur í France eins og hjá hreinræktunarsinnum íslenskunnar sem líta á tungumálið m.a. sem hluta af þjóðarímyndinni en síður sem lifandi miðil. Sumarið er tími aðgerða.
Aðgerðir á þakinu hafa gengið vel og koma vonandi í veg fyrir leka á loftinu í hvassri suðvestanátt. Þakið glansandi fínt en svalirnar fengu sinn skerf af grænu þakmálningunni. Spurningin er hvort það sé charmant að hafa sletturnar eða ekki. Ilmur terpentínunnar er að gera út af við mig í svona miklu magni auk þess sem vírbursti dugar skammt. Vanalega finnst mér þó terpentína á olíumálunarpensli afar seiðandi.
Spenningur fyrir sumrinu og helgarplön af ýmsu tagi láta kræla á sér. Brúðkaup, ættarmót, sumó, heimsókn frá Kanadia, útskriftarveisla og svo veit maður aldrei nema litli bærinn Ribiers í Suður-Frakklandi fái að njóta nærveru okkar í ágúst. Það er í spilunum þó óákveðin enn, hús í boði og frábært fólk. Best að fara að skoða flugmöguleika og æfa frönskuna. Mais oui, bien sur. Las nýlega í The Economist um hvernig ritmál frönskunnar er að breytast með tilkomu rafrænna samskiptamáta, þannig er t.d. á morgun eða demain orðið að 2m1. Semsagt, sams konar áhyggjur í France eins og hjá hreinræktunarsinnum íslenskunnar sem líta á tungumálið m.a. sem hluta af þjóðarímyndinni en síður sem lifandi miðil. Sumarið er tími aðgerða.
miðvikudagur, 28. maí 2008
Draumur og veruleiki
Í skjóli nætur gekk fréttamaðurinn Helgi Seljan framhjá húsinu og henti dauðum lunda upp á þak áður en hann fór inn í næsta hús.
Nú í morgun hófu þakviðgerðarmennirnir viðgerð á þakinu.
Nú í morgun hófu þakviðgerðarmennirnir viðgerð á þakinu.
sunnudagur, 25. maí 2008
Eru sunnudagar framtíðin?
Sunnudagar eru svo ljúfir. Sérstaklega þegar sólin skín. Þessi tími ársins þegar sólin er komin á kreik og gróðurinn að lifna, túlípanalaukarnir blómstra og hlussubýflugurnar suða er æði. Þá finnur maður sig vakna, lundina léttast og líkaminn lifnar við. Framkvæmdagleðin tekur völdin og þessi aukaskammtur af krafti sem maður á eftir að búa við fram að hausti fær sín notið.
Fyrsta heimsóknin mín á Listahátíð var í dag á sýningu í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg var í dag. Þar mætti myndlistin arkítektúr á framandi máta. Verk hvers listamanns var yfirleitt í stærri kantinum þegar kemur að myndlist, heilu rýmin og hvergi var að sjá för pensils. Þarna mátti sjá kertaloga skapa fjórfalda birtu í dimmu rými, rólur hangandi úr lofti heils salar sem mann langaði að róla í væri það ekki fyrir skírskotunina í kynlífsrólur hverskonar, sexfalt vídeóverk sem mátti einungis skoða í bláum skó-plasthlífum skoðaði hringformið og iðandi uppsprettur sem minntu á landslag reikistjarnanna, endalaus ranghali í niðamyrkri til þess að kynnast/ögra sjálfum sér? auk annarra smærri verka. Lillablábleiki álskúlptúrinn var einnig heillandi.
Hér er tækifærið til að óska landsliðskonunni í fjölskyldunni til hamingju með stúdentsprófið. Veislan í gær vatt huga mínum aftur um 10 eða 11 ár í mína eigin stúdentsveislu og í minningunni var ein vinkona mín sett í það að fá einn bjórkassa lánaðan úr bílskúrnum fyrir meira partý seinna um kvöldið. Mér fannst það sniðug hefð svo að í gær fékk ég að vísu bara 2 bjóra lánaða í nesti á leiðinni heim. Takk fyrir mig. Hvað gerir maður ekki í kreppunni?
Þá hækkar bensínið stöðugt. Svo mikið að manni finnst hálfblóðugt að setjast upp í bifreið. En á morgun eru einmitt 40 ár síðan hægriumferð tók við að vinstriumferð. Þá þurfti að panta inn nýja strætisvagna með dyrnar réttu megin. Mun Reykjavíkurborg einhvern tímann fá rafmagnslestar eða aðra gerð af almenningssamgöngum sem eru skilvirkari? Hvenær komum við til með að fljúga loftförunum okkar á milli staða? Hvenær er framtíðin?
Á sunnudögum vökva ég blómin. Einhverra hluta vegna finnst mér ekki við hæfi að vökva þau á kvöldin. Þess vegna þurfa þau að bíða með að fá að drekka þangað til í fyrramálið. Sem er framtíðin. Kannski get ég bara haft alladaga sem sunnudaga. Þá væru sunnudagar alltaf framtíðin.
Fyrsta heimsóknin mín á Listahátíð var í dag á sýningu í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg var í dag. Þar mætti myndlistin arkítektúr á framandi máta. Verk hvers listamanns var yfirleitt í stærri kantinum þegar kemur að myndlist, heilu rýmin og hvergi var að sjá för pensils. Þarna mátti sjá kertaloga skapa fjórfalda birtu í dimmu rými, rólur hangandi úr lofti heils salar sem mann langaði að róla í væri það ekki fyrir skírskotunina í kynlífsrólur hverskonar, sexfalt vídeóverk sem mátti einungis skoða í bláum skó-plasthlífum skoðaði hringformið og iðandi uppsprettur sem minntu á landslag reikistjarnanna, endalaus ranghali í niðamyrkri til þess að kynnast/ögra sjálfum sér? auk annarra smærri verka. Lillablábleiki álskúlptúrinn var einnig heillandi.
Hér er tækifærið til að óska landsliðskonunni í fjölskyldunni til hamingju með stúdentsprófið. Veislan í gær vatt huga mínum aftur um 10 eða 11 ár í mína eigin stúdentsveislu og í minningunni var ein vinkona mín sett í það að fá einn bjórkassa lánaðan úr bílskúrnum fyrir meira partý seinna um kvöldið. Mér fannst það sniðug hefð svo að í gær fékk ég að vísu bara 2 bjóra lánaða í nesti á leiðinni heim. Takk fyrir mig. Hvað gerir maður ekki í kreppunni?
Þá hækkar bensínið stöðugt. Svo mikið að manni finnst hálfblóðugt að setjast upp í bifreið. En á morgun eru einmitt 40 ár síðan hægriumferð tók við að vinstriumferð. Þá þurfti að panta inn nýja strætisvagna með dyrnar réttu megin. Mun Reykjavíkurborg einhvern tímann fá rafmagnslestar eða aðra gerð af almenningssamgöngum sem eru skilvirkari? Hvenær komum við til með að fljúga loftförunum okkar á milli staða? Hvenær er framtíðin?
Á sunnudögum vökva ég blómin. Einhverra hluta vegna finnst mér ekki við hæfi að vökva þau á kvöldin. Þess vegna þurfa þau að bíða með að fá að drekka þangað til í fyrramálið. Sem er framtíðin. Kannski get ég bara haft alladaga sem sunnudaga. Þá væru sunnudagar alltaf framtíðin.
fimmtudagur, 15. maí 2008
Allt gott í kringum okkur
Ætli það rigni í nótt? hugsaði ég nú rétt í þessu út á svölum. Gróðurinn hefur tekið stakkaskiptum og maður sér mun á trjánum næstum því á hverjum degi. Ómar úr Hafnarhúsinu berast í kvöldgolunni, líklega Amiina og Kippi að gera listaverk á Listahátíð. Það var hálfgerð listahátíð hér þegar tengdafjölskyldan bjó í íbúðinni. Fá orð fá því lýst hversu vel okkur gengur að eyða tíma saman, en ég er ótrúlega heppin með að þekkja svona gott fólk og fá að vera í návígi við það. Kannski er það einmitt málið, en oft hef ég hugsað að fjarlægðin geri samband okkar líka svona gott. Amma og afi Sophie, ásamt tveimur frábærum föðurbræðrum. Einn með óbilandi áhuga á leiklist og hinn á leið í listir lækninganna. Gæðagaurar sem fóru á tvenna tónleika hjá stóra bróður og annar lét þau orð falla að hann trúði því hreinlega ekki að bróðirinn væri pabbi, en að á sama tíma væri það frábært. Einn Gullni hringur nægði þeim út fyrir borgarmörkin en annars var tíminn vel nýttur í almennt hangs og vöffluát. Þá var einnig dýrleg máltíð á Sjávarkjallaranum þar sem allt var klárað upp til agna. Ekki veit ég hvort skammtarnir voru smáir, allir svona hungraðir eða maturinn svo góður að maður gat hreinlega ekki sleppt því að borða aðeins meira. Eflaust sambland af þessu öllu.
Mér finnst tíminn líða svo ógurlega hratt að næstu þrír dagar verða tileinkaðir öndun. Ekki öndum. Heldur öndun til að fanga augnablikið, senda góða orku í ýmsar óskir, vera auðmjúk og þakka, lofa loftið, borða, elska og vera úti í náttúrunni. Til að það gerist mun The Red Thunder, einn af nýjustu fjölskyldumeðlimunum færa okkur nær takmarkinu. Hér má sjá hana hvíla sig úti á götu
Vona semsagt að það rigni fyrir grasfræin sem ég sáði í jörðina, eftir að tengdafaðir Wilfred var búinn að stinga hana upp.
Þrjár Basilikum plöntur gróðursetti ég að undirlagi Garðyrkjubóndans, eina fyrir hvert okkar hér í nýju fjölskyldunni.
Mér finnst tíminn líða svo ógurlega hratt að næstu þrír dagar verða tileinkaðir öndun. Ekki öndum. Heldur öndun til að fanga augnablikið, senda góða orku í ýmsar óskir, vera auðmjúk og þakka, lofa loftið, borða, elska og vera úti í náttúrunni. Til að það gerist mun The Red Thunder, einn af nýjustu fjölskyldumeðlimunum færa okkur nær takmarkinu. Hér má sjá hana hvíla sig úti á götu
Vona semsagt að það rigni fyrir grasfræin sem ég sáði í jörðina, eftir að tengdafaðir Wilfred var búinn að stinga hana upp.
Þrjár Basilikum plöntur gróðursetti ég að undirlagi Garðyrkjubóndans, eina fyrir hvert okkar hér í nýju fjölskyldunni.
föstudagur, 9. maí 2008
Music for Marimba, Guitar, Decks, Drums and Choir
eftir Alex MacNeil
Útskriftartónleikar úr tónsmíðadeild nýmiðla LHÍ
Sunnudaginn 11. maí, kl. 21:00 í Iðnó.
Aðgangur ókeypis, allir velkomnir.
Verkið fjallar um tengsl manneskjunnar við guð í tilefni Hvítasunnudags og Shavuot.
Flytjendur verksins eru samansafn af tónlistarfólki, m.a. úr Sinfóníuhljómsveit Íslands og 2 rokkhljómsveitum.
Flytjendur eru:
Alex MacNeil,
Arnar Ingi Viðarsson,
Eggert Pálsson,
Frank Aarnink,
Gísli Galdur,
Gylfi Blöndal,
Kári Halldórsson,
Kjartan Bragi Bjarnason,
Kjartan Guðnason,
Kolbeinn Hugi Höskuldsson
ásamt kór sem Hreiðar Ingi Þorsteinsson stjórnar.
eftir Alex MacNeil
Útskriftartónleikar úr tónsmíðadeild nýmiðla LHÍ
Sunnudaginn 11. maí, kl. 21:00 í Iðnó.
Aðgangur ókeypis, allir velkomnir.
Verkið fjallar um tengsl manneskjunnar við guð í tilefni Hvítasunnudags og Shavuot.
Flytjendur verksins eru samansafn af tónlistarfólki, m.a. úr Sinfóníuhljómsveit Íslands og 2 rokkhljómsveitum.
Flytjendur eru:
Alex MacNeil,
Arnar Ingi Viðarsson,
Eggert Pálsson,
Frank Aarnink,
Gísli Galdur,
Gylfi Blöndal,
Kári Halldórsson,
Kjartan Bragi Bjarnason,
Kjartan Guðnason,
Kolbeinn Hugi Höskuldsson
ásamt kór sem Hreiðar Ingi Þorsteinsson stjórnar.
sunnudagur, 4. maí 2008
Sveitt á sunnudegi
Í kvöldgöngunni sá ég laufin spretta og grasið grænka.
Mikill léttir að vera búin að fá pabbann heim þó það hafi verið nokkuð átakalaust að vera einstæð móðir í viku, þá var alveg kominn tími á það að fara ein út að ganga. Respect til einstæðra foreldra.
Það er enn pínku skrítin tilfinning að vera orðin kona með framlengingu, mamma móðir magga móða. Styrkt verða fjölskyldubönd í komandi viku þegar kanadíska fjölskyldan mætir á svæðið. Afinn og amman og 2 frændur. Tengdafjölskylda mín. Fjölskyldubönd og tengingar geta verið skrítnar, tilfinningaríkar, flóknar og síðan auðvitað ekki fyrir hendi. En það er umfram allt skemmtilegt að hitta þetta fallega fólk og ég hlakka til. Líka hlakka ég til útskriftartónleika tónsmiðsins í Iðnó eftir viku, 11. maí klukkan 21. Þér er boðið.
Best að þrífa ælu.
Sunnudagur til sælu.
Mikill léttir að vera búin að fá pabbann heim þó það hafi verið nokkuð átakalaust að vera einstæð móðir í viku, þá var alveg kominn tími á það að fara ein út að ganga. Respect til einstæðra foreldra.
Það er enn pínku skrítin tilfinning að vera orðin kona með framlengingu, mamma móðir magga móða. Styrkt verða fjölskyldubönd í komandi viku þegar kanadíska fjölskyldan mætir á svæðið. Afinn og amman og 2 frændur. Tengdafjölskylda mín. Fjölskyldubönd og tengingar geta verið skrítnar, tilfinningaríkar, flóknar og síðan auðvitað ekki fyrir hendi. En það er umfram allt skemmtilegt að hitta þetta fallega fólk og ég hlakka til. Líka hlakka ég til útskriftartónleika tónsmiðsins í Iðnó eftir viku, 11. maí klukkan 21. Þér er boðið.
Best að þrífa ælu.
Sunnudagur til sælu.
föstudagur, 2. maí 2008
Frúin spæjar á föstudegi
Eftir hreinsunina sem átti sér stað í rokinu fyrir nokkrum dögum er yndislegt að fara út. Á leiðinni heim í dag tók ég eftir að búið var að koma 3 grjóthnullungum fyrir í götunni minni þar sem áður lögðu bílar. Þarna var maður að sýsla og mála yfir veggjakrot svo ég spurði hann um grjótið sem er fyrir framan eitt af elstu húsunum í Reykjavík, Vaktmannskofann. Ekki vissi hann hvað fólk hefði vaktað í kofanum. Við spjölluðum aðeins meira og að lokum kvaddi ég og óskaði ég honum góðs dags og hann svaraði til, ,,sömuleiðis frú”. Þá veit ég það, maður er orðin frú. Líklega fyrst ég fylli þrjá tugi.
Þegar við S. nálguðumst síðan húsið okkar rann lögreglubíll í hlað. Út stigu 2 lögregluþjónar og gengu að húsinu á móti. Ég þaut upp eins og vindurinn til þess að missa ekki af neinu enda alkunnur spæjari. S. lét sér fátt um finnast og hélt áfram að sofa.
Lögregluþjónarnir litu á nokkrar hurðir hússins til þess að finna réttu hurðina. Þegar hún var fundin bankaði kk. löggan (sem keyrði líka löggubílinn) með hinum frægu orðum: ,,opnið, þetta er lögreglan”. Enginn svaraði og næsta skref var það að fá lykil hjá nágrannanum sem stóð hjá og fylgdist með aðgerðum lögreglunnar. Seinna í ferlinu ímyndaði ég mér að það hefði verið hún sem hringdi á lögregluna. Og þá vatt lögreglan sér í það að berja með hnefanum á hurðina, og segja: ,,Opnið þetta er lögreglan að koma inn með lykli”.
Hér verður hlé gert á þessari æsispennandi frásögn. Í fyrsta lagi því ég fór í sturtu og missti því aðeins af sjónarspilinu. Á meðan sambýlingurinn spilar fyrir Belgíu reyni ég að hoppa í sturtu hvenær sem færi gefst og sérstaklega þegar S. sefur. Í öðru lagi vegna þess að þessi nágrannaíbúð á sér forsögu skv. dagbókum spæjarans sem eyðir langtímum út við gluggann með ber brjóst.
Ég man eftir tveimur íbúum umræddrar íbúðar. Fyrrverandi íbúinn var miðaldra maður sem hélt nokkuð mörg partý. Ekkert til að amast yfir enda hinum megin við götuna. Mannfjöldinn var nokkur í þessum partýum og misjafnir karakterar.
Maðurinn var ávallt nokkuð blautur og lét sambýling minn óspart vita hversu góð hljómsveit Grateful Dead var. Nú má hitta þennan ágæta mann í góðu veðri á Austurvelli við hliðina á Lalla & co.
Núverandi íbúi íbúðarinnar er búin að vera í burtu í nokkurn tíma. Hún virðist búa þarna ein en engu að síður hafa margir aðgang og lykla að íbúðinni. Vinir Lalla virðast líka þekkja þessa konu því oft er bankað uppá um miðjan dag með opna bjórdós í hönd og annað slíkt. Þá eru 2 karlmenn með aðgang að íbúðinni og kíkja oft við hvort sem núverandi íbúi er heima eða ekki. Nýlega var einni konu hleypt inn af einum þessara manna, en útgangurinn á henni lét mig hugsa sem svo að hún ætti ekki bað né hrein föt. Kannski eru þetta fyrirframgefnir fordómar í mér um útlit fólks og auðvitað ætti ég ekki að dæma fólkið á útlitinu einu saman. Einn þessara manna kemur við sögu í þessari frásögn sem heldur nú áfram.
Eftir sturtuna var kominn jeppi á staðinn með 2 mönnum í sem voru tíðir gestir í húsinu. Fljótlega fór jeppinn að fyllast með ýmsu dóti úr íbúðinni, helst þá klæðnaði og stórum pokum, og sagði einn maðurinn það vera erfitt að vera heimilislaus og þurfa að bera allt þetta. Því virtist mér sem hann hafi ákveðið að gera þessu heimilislausa fólki greiða með því að geyma þetta dót í íbúð vinkonu sinnar sem hann hafði aðgang að á meðan hún var í burtu. Það fannst mér nokkuð vinsamlegt af manninum en það var greinilega ekki gert með leyfi því annars hefði löggan ekki verið þarna. Einnig datt mér í hug að þetta væri þýfi, en þar sem þetta voru ekki tölvur og skjávarpar, heldur ,,mjúkir” pokar þá útilokaði spæjarinn það fljótt. Kunninginn virtist ekki glaður en sagðist vera bara eðlilegur maður Hann kallaði nágrannakonuna helvítist tík, öskraði og var með ögrandi líkamstilburði við lögregluna. Lögregluþjónarnir héldu sig í ákveðinni fjarlægð og báðu mennina tvo að drífa sig í að fjarlægja dótið úr íbúðinni sem þeir og gerðu. Kunninginn var ekki sáttur við lögregluna og að þurfa gera þetta og hnykkti út með þessum orðum: ,,Þið sem nauðgið heimilislausum konum í klefanum... “
Hér lauk vakt spæjarans en margar hugleiðingar brjótast um eins og: það er gott að einhver vill hjálpa heimilislausum konum með því að geyma dótið þeirra og leyfa þeim að gista í íbúðum annarra. Spurning hvort gjald sé tekið fyrir og þá í hvaða formi? Varðandi fangaklefana hvar heimilislausir þurfa víst oft að gista þar sem þeir fá ekki inni í gistiskýlunum ef þeir eru undir áhrifum (eða svo hef ég heyrt í fréttum), þá finnst mér skrítið að maður fyndi upp á þessari staðhæfingu hjá sjálfum sér án þess að vita til þannig atvika. Að sjálfsögðu getur verið að hann hafi verið svo reiður að þetta hafi verið það ljótasta sem hann hafi fundið upp á á þessari stundu. Nú þegar heimilislausum konum fjölgar stöðugt og Konukot alltaf fullt, er augljóst að eitthvað þarf að gera í málinu.
Það er ráð að enda þennan pistil á því að senda góða orku til allra sem á henni þurfa á að halda. Ást, friður og kærleikur til ykkar allra. Góða helgi.
Þegar við S. nálguðumst síðan húsið okkar rann lögreglubíll í hlað. Út stigu 2 lögregluþjónar og gengu að húsinu á móti. Ég þaut upp eins og vindurinn til þess að missa ekki af neinu enda alkunnur spæjari. S. lét sér fátt um finnast og hélt áfram að sofa.
Lögregluþjónarnir litu á nokkrar hurðir hússins til þess að finna réttu hurðina. Þegar hún var fundin bankaði kk. löggan (sem keyrði líka löggubílinn) með hinum frægu orðum: ,,opnið, þetta er lögreglan”. Enginn svaraði og næsta skref var það að fá lykil hjá nágrannanum sem stóð hjá og fylgdist með aðgerðum lögreglunnar. Seinna í ferlinu ímyndaði ég mér að það hefði verið hún sem hringdi á lögregluna. Og þá vatt lögreglan sér í það að berja með hnefanum á hurðina, og segja: ,,Opnið þetta er lögreglan að koma inn með lykli”.
Hér verður hlé gert á þessari æsispennandi frásögn. Í fyrsta lagi því ég fór í sturtu og missti því aðeins af sjónarspilinu. Á meðan sambýlingurinn spilar fyrir Belgíu reyni ég að hoppa í sturtu hvenær sem færi gefst og sérstaklega þegar S. sefur. Í öðru lagi vegna þess að þessi nágrannaíbúð á sér forsögu skv. dagbókum spæjarans sem eyðir langtímum út við gluggann með ber brjóst.
Ég man eftir tveimur íbúum umræddrar íbúðar. Fyrrverandi íbúinn var miðaldra maður sem hélt nokkuð mörg partý. Ekkert til að amast yfir enda hinum megin við götuna. Mannfjöldinn var nokkur í þessum partýum og misjafnir karakterar.
Maðurinn var ávallt nokkuð blautur og lét sambýling minn óspart vita hversu góð hljómsveit Grateful Dead var. Nú má hitta þennan ágæta mann í góðu veðri á Austurvelli við hliðina á Lalla & co.
Núverandi íbúi íbúðarinnar er búin að vera í burtu í nokkurn tíma. Hún virðist búa þarna ein en engu að síður hafa margir aðgang og lykla að íbúðinni. Vinir Lalla virðast líka þekkja þessa konu því oft er bankað uppá um miðjan dag með opna bjórdós í hönd og annað slíkt. Þá eru 2 karlmenn með aðgang að íbúðinni og kíkja oft við hvort sem núverandi íbúi er heima eða ekki. Nýlega var einni konu hleypt inn af einum þessara manna, en útgangurinn á henni lét mig hugsa sem svo að hún ætti ekki bað né hrein föt. Kannski eru þetta fyrirframgefnir fordómar í mér um útlit fólks og auðvitað ætti ég ekki að dæma fólkið á útlitinu einu saman. Einn þessara manna kemur við sögu í þessari frásögn sem heldur nú áfram.
Eftir sturtuna var kominn jeppi á staðinn með 2 mönnum í sem voru tíðir gestir í húsinu. Fljótlega fór jeppinn að fyllast með ýmsu dóti úr íbúðinni, helst þá klæðnaði og stórum pokum, og sagði einn maðurinn það vera erfitt að vera heimilislaus og þurfa að bera allt þetta. Því virtist mér sem hann hafi ákveðið að gera þessu heimilislausa fólki greiða með því að geyma þetta dót í íbúð vinkonu sinnar sem hann hafði aðgang að á meðan hún var í burtu. Það fannst mér nokkuð vinsamlegt af manninum en það var greinilega ekki gert með leyfi því annars hefði löggan ekki verið þarna. Einnig datt mér í hug að þetta væri þýfi, en þar sem þetta voru ekki tölvur og skjávarpar, heldur ,,mjúkir” pokar þá útilokaði spæjarinn það fljótt. Kunninginn virtist ekki glaður en sagðist vera bara eðlilegur maður Hann kallaði nágrannakonuna helvítist tík, öskraði og var með ögrandi líkamstilburði við lögregluna. Lögregluþjónarnir héldu sig í ákveðinni fjarlægð og báðu mennina tvo að drífa sig í að fjarlægja dótið úr íbúðinni sem þeir og gerðu. Kunninginn var ekki sáttur við lögregluna og að þurfa gera þetta og hnykkti út með þessum orðum: ,,Þið sem nauðgið heimilislausum konum í klefanum... “
Hér lauk vakt spæjarans en margar hugleiðingar brjótast um eins og: það er gott að einhver vill hjálpa heimilislausum konum með því að geyma dótið þeirra og leyfa þeim að gista í íbúðum annarra. Spurning hvort gjald sé tekið fyrir og þá í hvaða formi? Varðandi fangaklefana hvar heimilislausir þurfa víst oft að gista þar sem þeir fá ekki inni í gistiskýlunum ef þeir eru undir áhrifum (eða svo hef ég heyrt í fréttum), þá finnst mér skrítið að maður fyndi upp á þessari staðhæfingu hjá sjálfum sér án þess að vita til þannig atvika. Að sjálfsögðu getur verið að hann hafi verið svo reiður að þetta hafi verið það ljótasta sem hann hafi fundið upp á á þessari stundu. Nú þegar heimilislausum konum fjölgar stöðugt og Konukot alltaf fullt, er augljóst að eitthvað þarf að gera í málinu.
Það er ráð að enda þennan pistil á því að senda góða orku til allra sem á henni þurfa á að halda. Ást, friður og kærleikur til ykkar allra. Góða helgi.
þriðjudagur, 29. apríl 2008
Les Jardins des Mandarines
Það var dimmt úti og ljós borgarinnar lýstu upp hafflötinn. Klettarnir við höfnina voru dimmir og tignarlegir. Við sátum afturí og bílstjórinn keyrði okkur tvö, ástfangin sem aldrei fyrr, um borgina. Ég vissi að ég þurfti að fara ein af stað og bað bílstjórann um að láta mig út. Ákveðið var að við myndum hittast aftur á sama torgi eftir skamma stund. Ég hélt af stað og fór m.a. inn í einnar hæðar verslunarmiðstöðvar sem voru mjög gamaldags með gömlum vörum í. Þar var margt um manninn. Þegar líða tók á drauminn fann ég að ég þyrfti að fara að finna leiðina á torgið til að hitta sambýlinginn/ástmann minn í bílnum hjá bílstjóranum. Það gekk ekki vel. Ég leitaði út um allt að torginu en án árangurs. En var mikið af fólki sem ég mætti í þessum gömlu verslunum á meðan ég var að leita að torginu. Að lokum fann ég lögregluþjón sem ég var sannfærð um að gæti hjálpað mér. Við hann talaði ég frönsku eins vel og ég gat, enda komst ég að því þegar ég talaði við hann að ég væri stödd í borginni Les Jardins des Mandarines. Lögreglumaðurinn gat ekkert hjálpað mér. Ég vissi að ég yrði að finna torgið og komast burt, því á morgun, klukkan 13:30 var áformaður fundur. Fundur þar sem ég myndi hitta manninn sem aðrir höfðu ákveðið að ég ætti að giftast.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)